Quantcast
Channel: Hakkréttir – Ljúfmeti og lekkerheit
Viewing all articles
Browse latest Browse all 54

Fylltar tortillaskálar

$
0
0

Fylltar tortillaskálar

Um síðustu helgi eldaði ég einfaldan mexíkóskan mat sem vakti rífandi lukku hér á heimilinu. Ég setti mynd af matnum inn á Instagram og hef fengið þónokkrar fyrirspurnir um hvað þetta sé og hvernig það sé gert. Ég ákvað því að setja uppskriftina inn núna ef einhver er á höttunum eftir hugmynd að föstudagsmatnum.

Fylltar tortillaskálar

Mér þykja þessar fylltu tortillaskálar vera ekta föstudagsmatur. Það tekur enga stund að útbúa þær og á meðan maturinn er í ofninum er salatið skorið niður og nachos sett í skál. Áður en maður veit af er matur á borðinu sem allir elska. Ég mæli með að þið prófið.

Fylltar tortillaskálar

  • Mjúkar tortillakökur (minni tegundin)
  • 1 bakki nautahakk
  • 1 poki taco-krydd
  • ca 1 dl vatn
  • ca 1/2 krús tacosósa
  • 1 dós refried beans
  • rifinn cheddar ostur

Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með tacokryddi og hellið ca 1 dl af köldu vatni yfir. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur á pönnunni. Hrærið tacosósu og refried beans saman við og setjið til hliðar.

Spreyjið olíu (ég nota PAM) í möffinsform og setjið tortillakökur í þau (það er allt í lagi þó þær standi upp úr), fyllið þær með nautahakksblöndunni og stráið rifnum cheddar osti yfir. Setjið í 200° heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með góðu salati, nachos og sýrðum rjóma,guacamole og salsa sósu.

Fylltar tortillaskálar



Viewing all articles
Browse latest Browse all 54